heimilisleit

Jæja maður komin til London í stórborgarlífið ég og Karen erum búin að vera að leita að íbúð síðan við komum hingað kíkt á nokkrar og lent í ævintýrum með þær, við buðum í eina um daginn sem fór svo í rugl þar sem það virtist vera peningaplot þannig að við drifum okkur út úr því. Seinustu viku kíktum við á 4 íbúðir hjá fasteignaleigu er heitir Foxton (helvítis skíta firma)
líkuðu við eina þar hún var samt húsgagnalaus og kostaði 265 á viku svo við buðum 250 á viku og fylla hana húsgögnum áttum að flytja inn núna á laugardaginn rosa kát og glöð eyddum föstudagskvöldinu í Ikea og fengum okkur rómantíska máltíð samasetta af sænskum kjötbollum og ikea kóki. Á laugardaginn mætm við í íbúðina viti menn hún var næstum tóm eitt risastórt gamalt eldhúsborð var komið svo var eitthvað ósamsett rúm með viðbjóðslegum dýnum. Svo við þurftum að fara uppí foxton rífast og skammast sagt að landlordinn væri á leiðinni með húsgögninn fórum að hitta hann sem kom bara með eldgamlan fataskáp sem var illa lyktandi og stinkaði pleisið. Sjálfur var hann illa lyktandi og keyrði um á eldgömlum station Volvo. En við áttum semsagt að fá sófa og alles en það er ekki komið og erum að bíða eftir að þessu verði vonandi reddað sem er ekki alveg víst. Helvítis vesen
Annars er ég komin með vinnu er að bíða eftir verkfærum svo ég geti byrjað.

 


ingvi ólafsson - Templates Novo Blogger 2008