hvar er veskið mitt

... já fór í dag með Andy vinnufélaga mínum í chinatown og fá okkur kínverskan í hádeginu sem var helvíti góður, svo þegar við vorum komnir hálfaleið aftur í vinnuna fatta ég að ég er ekki með veskið mitt og sá að ég er með gat á vasanum við förum til baka og leita. Við fundum það hvergi á götunni né í veitingastaðnum svo ég hringi í kareni fá hana til að loka öllum kortunum mínum heima og fer í bankann minn hérna úti og læt loka enska kortinu mínu hugsa svo með mér að ég þurfi að komast heim svo ég tek út pening kemur ekki gjaldkerinn fyrir aftan og spyr er þetta veskið þitt svo ég öskra já og lá við að ég stykki í gegnum öryggisglerið til að ná í það. Finnst ótrúlegt að einhver hafi skilað því inn og einmitt í þetta ákveðna útibú. Svo nú er ég komin með veskið mitt aftur sem er fullt af lokuðum kortum sem er skára heldur en að það hafi farið til kínverskans skjalafalsara og skýrt einhvern ólöglegan innflytjenda hogching ha ólafsson.

salat

var að enda við að gera salat úr jarðaberjum melónum appelsínum og vínberjum sem ég kaupi oftar og oftar af ávaxtaborðinu fyrir utan undergroundið hjá vinnunni þar sem jarðaberjalyktinn yfirgnæfir umferðarniðinn fínt að borða þetta í hádeginu á morgun eftir að hafa étið beikon og egginn, en annars sá ég að ísland var að komast áfram í evróvisjón komin tími til. Það er ekki mikið talað um þetta hér veit ekki einu sinni hvaða lag UK er með í keppninni ætla að komast að því ..........

sem betur fer eru lestarnar ekki svona pakkaðar í london

fyrsta blogg ársins

.... já veit ekki hvað ég get sagt mér til afsökunar á blogg leysi ársins 2008 en svona er þetta gleðilegt nýtt ár annars. Vikan er bara búin að vera hiti og bruni þar sem það er búið að vera yfir 20stiga hiti undanfarna viku og ég búin að brenna á kálfum og maga og klára þar að leiðandi brúsa af aloe vera hef líka verið í miklu geitunga stríði með hárspreyinu hennar Karenar drepið veit ekki hvað marga og verða fleiri þegar líður á þetta óhugnalega stríð sem skrifað er um í öllum blöðum.

Annars er árið búið að vera gott líða allt of hratt ég enn að vinna hjá royal courts of justice stelast stundum á pöbbinn í hádeginu á föstudögum og fá mér full english breakfeast um morguninn vinna alla laugardaga. Búin að sjá allskonar menningar í þessu menningarsúpugraut evrópu frá indverskum hiphop tónleikum til konunlega balletsins. Betlarans á götunni til gjafmilda sölumannsins sem segir að allt sé frítt en þurfi samt að borga eftir 6mánuði 5pund á viku í 18mánuði. Enn annars er ritstífla hjá mér núna eins og alltaf þegar ég ætla að skrifa þannig að ég ætla að henda mér í bað en kannski ef ég man eitthvað af liðnu ári set ég það hér inná og jafnvel líka það sem gerist í nútíð og framtíð hver veit.

Kind Regards
Sir Ingvi Steinn Ólafsson

veit ekki

Ætli þetta sé hinn sanni texti af þessu meistarastykki


Neighbours

Já lífið er ljúft í vorgörðunum með dramatíkina í botni hjá nágrönnum okkar. Konan sem býr við hliðina á okkur hefur alltaf verið svo ljúf að leyfa okkur að hlusta á tónlistina sína með sér og þessa ljúfu indversku tóna höfum við fengið að heyra þegar við höfum reynt að fara að sofa og eru þeir spilaðir alla nóttina. Um daginn var hún fyrir utan að spjalla við sjálfa sig hálfnakin, síðan um nóttina heyrum við brothljóð og skarkala frá íbúð hennar og þegar ég fer að vinna um morguninn þá var hún búin að henda leirtauinu fötum og allskonar drasli niður af pallinum fyrir framan íbúð hennar og niður á gangstéttina. Karen fór svo í skólann og sá hana í slopp með kaffibolla sallarólega horfandi á draslið og að hún hafi hent græjunum sínum svo hún spilar okkur ekki í svefn þessa dagana sem betur fer :) . Hittum annan nágranna hérna sem spurði hvað okkur fannst um hana og sagði okkur svo að fyrir 5árum hefði barnið hennar verið tekið af henni og hún hefði kveikt í húsgögnum fyrir utan íbúðina vorum einmitt að pæla í því hvaða brunablettir væru þar fyrir utan.

flug

vér munum koma heim kl23:35 21des og förum 2des

 


ingvi ólafsson - Templates Novo Blogger 2008