Neighbours

Já lífið er ljúft í vorgörðunum með dramatíkina í botni hjá nágrönnum okkar. Konan sem býr við hliðina á okkur hefur alltaf verið svo ljúf að leyfa okkur að hlusta á tónlistina sína með sér og þessa ljúfu indversku tóna höfum við fengið að heyra þegar við höfum reynt að fara að sofa og eru þeir spilaðir alla nóttina. Um daginn var hún fyrir utan að spjalla við sjálfa sig hálfnakin, síðan um nóttina heyrum við brothljóð og skarkala frá íbúð hennar og þegar ég fer að vinna um morguninn þá var hún búin að henda leirtauinu fötum og allskonar drasli niður af pallinum fyrir framan íbúð hennar og niður á gangstéttina. Karen fór svo í skólann og sá hana í slopp með kaffibolla sallarólega horfandi á draslið og að hún hafi hent græjunum sínum svo hún spilar okkur ekki í svefn þessa dagana sem betur fer :) . Hittum annan nágranna hérna sem spurði hvað okkur fannst um hana og sagði okkur svo að fyrir 5árum hefði barnið hennar verið tekið af henni og hún hefði kveikt í húsgögnum fyrir utan íbúðina vorum einmitt að pæla í því hvaða brunablettir væru þar fyrir utan.

0 velvakendur:

 


ingvi ólafsson - Templates Novo Blogger 2008